contact us


Please don't hesitated to request our latest price list and brochure.

We do our utmost to answer all your questions and provide a personal, professional advice and assistance. 

Use the form on the right to contact us.

 

Name *
Name

Laugavegur 62
Reykjavik
Iceland

+354 551 4100

Probably the worlds smallest watch manufacturer. The first and only watch manufacturer in Iceland. All timepieces are designed and assembled by hand in our studio/workshop located in Iceland. In our production we only incorporate high quality Swiss movements, European made parts and components. Every detail of our timepieces has been given the personal attention needed for perfection. The low volume of production gives every timepiece a personal character and a feeling exclusivity.

101 dömu og herra aman_minni.jpg

starfsafmæli

Ertu í vandræðum með að finna réttu gjöfina?

Vantar fyrirtæki þitt eða stofnun gjöf fyrir starfsfólkið eða á starfsmaður afmæli? Úr er sígild gjöf sem klikkar seint enda bæði skart og nytjahlutur í senn en við hjá JS Watch co. Reykjavik höfum um þó nokkurt skeið og góðan orðstýr unnið með og boðið flottum fyrirtækjum sérstök kjör á úrum frá okkur í starfsafmælis- og starfslokagjafir. Einnig hefur verið vinsælt hjá fyrirtækjum að gefa íslenskum sem erlendum viðskiptavinum úr frá JS Watch co. Reykjavik..

101 úrin er hægt að fá bæði fyrir dömur og herra en úrin eru fánaleg í 32 mm og 38mm kassa úr ryðfríu 316L eðalstáli með safír-kristal gleri að framan og aftan og skarta Svissnesku sjálftrekktu gangverki í hæðsta gæðaflokki en hægt að sjá gangverk úrsins sem er með 25 rúbínsteinum í gegnum bakhlið úrsin. 

Frá upphafi framleiðslunnar hefur verið leitast við að sameina, glæsilega klassíska hönnun, gæði, fyrsta flokks úrverk og falleg armbönd. Vönduð úr eru munaðarvara og fylgihlutur sem bæði karlmenn og konur njóta þess að velja, bera og eiga. En úr er ekki bara skartgripur. Það er nytjahlutur sem hjálpar okkur að gegna skyldum okkar, halda loforð og skapa góðar minningar. 

Fyrirtækjum býðst að láta áletra aftan á úrin og er þá oft sett nafn fyrirtækis og árafjöldi sem viðkomandi starfsmaður hefur starfað fyrir fyrirtækið.

 
 

Íslensku úrin frá JS Watch co. Reykjavik eru eru hönnuð á teikniborði JS hér heima á Íslandi. Allir íhlutir úrsins eru sérframleiddir í sérhæfðum verksmiðjum í Þýskalandi og Sviss, hlutirnir eru síðan settir saman hér á landi undir ströngu gæðaeftirliti Gilberts Ó. Guðjónssonar úrsmiðameistara sem nýtir áralanga þekkingu og reynslu sína af úrsmíði til að tryggja að hvert og eitt úr standist ströngustu kröfur.

Fágæti úranna er það sem gerir þau eftirsóknarverð, en á skífu allra úranna stendur Reykjavík. Það ásamt, vönduðu verki, framleiðslu og sígildu útliti gerir úrin fágæt og einstök.

Sérstaða úranna á íslenskum markaði gerir það að verkum að erlendir gestir og úrasafnarar sækjast gjarnan eftir úrunum. Það eru margir frægir sem bera úr frá JS en vitaskuld líka almenningur allur. Meðal þekktra einstaklinga má þó til gamans nefna  Quentin Tarantino, Jude Law, Viggo Mortensen, Elvis Costello, Constantine Grikklandskonung, Yoko Ono, Sean Lennon, Dalai Lama, Tobey maguire, Katie Couric, Vinnie Jones, Ian Anderson og Tom Cruise. 

Íslenskt úr er góð gjöf fyrir erlenda sem innlenda viðskiptavini sem og starfsfólk sem verðlaunað er fyrir góð störf.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við okkur í gegnum póst á info@jswatch.com eða í síma 551-0500 og við kynnum fyrir þér úrvalið af úrum sem eru í boði.